

Nauta rif & Kartöflumús
2.290kr
Beinlaus nautarif með mjúkri kartöflumús, brokkólí og kraftmiklum soðgljáa. Til hliðar fylgja sýrður rauðlaukur, grænar baunir og stökkir jarðskokkar
Lýsing
Markmiðið með þessum rétti var að bjóða upp á nautasteik sem þolir endurhitun án þess að tapa gæðum eða verða þurr. Lausnin var safarík beinlaus nautarif sem halda ferskleika sínum vel. Með kartöflumús og soðgljáa fæst kraftmikið bragð, en ferskar grænar baunir, sýrður rauðlaukur og stökkir jarðskokkar koma til móts við þyngdina og auka bæði ferskleika og áferð. Að okkar mati er þetta alger veisluréttur sem státar af bæði góðu bragði og miklu jafnvægi
Upphitunar leiðbeiningar
Við mælum með að nota örbylgjuofn
Örbylgjuofn: Hitaðu bakka við meðalhita (600W) í 2-3 mínútur
Ofn: Forhitið á 170° stingið nokkur göt á plast filmuna, hitið í 15-20 mínutur
Airfryer: Taktu plastið af bakkanum og settu bakkan beint inn eða flyttu matinn yfir í eldfast form og hitaðu við 170°C í 4-5 mínútur
Innihald meðlætapoka á ekki að hita. Meðlæti eru sér hönnuð til ap hafatil hliðar eftir upphitun eða strá yfir máltiðina til að bæta bragð. áferð og upplifun hvers og eins réttar